Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 7/108.

Þskj. 805  —  7. mál.


Þingsályktun

um skipulag svæðisins umhverfis Gullfoss og Geysi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta skipuleggja svæðið umhverfis Gullfoss og Geysi í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Verði Skipulagi ríkisins falin framkvæmd málsins í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir, Náttúruverndarráð og Geysisnefnd.
    Skipulagið miðist við það að tryggja að umhverfi Gullfoss og Geysis verði ekki raskað með mannvirkjagerð, að nauðsynleg ferðamannaþjónusta verði byggð upp á einum stað á svæðinu og að byggingar og samgönguleiðir falli sem best að umhverfinu.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1986.