Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 11/108.

Þskj. 1070  —  11. mál.


Þingsályktun

um að meta heimilisstörf til starfsreynslu.


    Alþingi ályktar að meta skuli til starfsreynslu heimilis- og umönnunarstörf, sem unnin eru launalaust, þegar um hliðstæð störf er að ræða. Jafnframt felur Alþingi ríkisstjórn að láta athuga með hvaða hætti megi meta slíka starfsreynslu þegar um óskyld eða sérhæfð störf er að tefla.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.