Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 14/108.

Þskj. 1073  —  349. mál.


Þingsályktun

um hert eftirlit með verðlagi, innkaupsverði og álagningu.


    Alþingi ályktar að í þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur gert í kjölfar nýgerðra kjarasamninga til að herða eftirlit með verðlagi og álagningu, verði lögð áhersla á að fylgjast með innkaupsverði vöru erlendis.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.