Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 15/108.

Þskj. 1074  —  377. mál.


Þingsályktun

um könnun á áhrifum lögbundinna forréttinda til atvinnurekstrar og vinnu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna áhrif lögbundinna forréttinda, m.a. einkaréttar, til tiltekinna starfa eða atvinnurekstrar. Í könnun þessari skal einkum leitast við að varpa ljósi á þýðingu einkaréttar eða lögbundinna forréttinda á stöðu þeirra er slíks réttar njóta, áhrif þessa á verðlag og hagsmuni neytenda. Könnuninni skal einnig ætlað að leiða í ljós áhrif lögbundinna takmarkana af þessu tagi á tækniþróun, hagvöxt og atvinnustig. Skýrsla um niðurstöðu könnunarinnar skal lögð fyrir Alþingi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.