Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 17/108.

Þskj. 1076  —  247. mál.


Þingsályktun

um skipulagningu náms og vinnu í sölu- og markaðsmálum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því með samstarfi menntamálaráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins að samræma og skipuleggja nám og starfsþjálfun á sviði sölu- og markaðsmála innanlands og utan, jafnhliða sérstökum aðgerðum til að afla þekkingar á mörkuðum. Markmiðið verði að koma á fót í skólakerfinu og viðskiptalífinu víðtæku námi í sölumennsku, markaðsöflun, kynningu, auglýsingatækni og samningagerð. Niðurstöður þessa starfs skulu lagðar fyrir Alþingi á næsta reglulegu þingi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.