Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 18/108.

Þskj. 1077  —  25. mál.


Þingsályktun

um umbætur í málefnum aldraðra.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í áætlanagerð um málefni aldraðra fyrir landið í heild samkvæmt ákvæðum 4. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 91/1982, verði lögð til grundvallar úttekt á fjárhagslegri og félagslegri stöðu aldraðra sem nái til eftirtalinna þátta:
     1.      húsnæðis- og vistunarmála,
     2.      félagslegrar stöðu,
     3.      framfærslukostnaðar og fjárhagslegrar afkomu,
     4.      atvinnu með tilliti til hlutastarfa.
    Úttekt þessi skal unnin af samstarfsnefnd um málefni aldraðra í samráði við Tryggingastofnun ríkisins. Á grundvelli hennar skal leggja fram heildaráætlun um skipulegt átak og forgangsverkefni í hagsmunamálum aldraðra á næstu árum sem tryggi betur en nú er félagslegt öryggi og fjárhagsafkomu aldraðra, sem og húsnæðisaðstöðu og atvinnu við hæfi aldraðra sem þess óska.
    Kostnaður greiðist af Tryggingastofnun ríkisins og Framkvæmdasjóði aldraðra að fengnu samþykki heilbrigðisráðherra, sbr. 6. tölul. 12. gr. laga um málefni aldraðra.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.