Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 19/108.

Þskj. 1078  —  286. mál.


Þingsályktun

um úrbætur í ferðaþjónustu.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta gera úttekt á aðstöðu til ferðaþjónustu á helstu ferðamannastöðum í einstökum landshlutum. Úttektin skal m.a. ná til gistiaðstöðu, veitingaþjónustu, samgangna, leiðsögu og leiðamerkinga, eftirlits, aðgangs að áhugaverðum stöðum, upplýsingaþjónustu og hreinlætisaðstöðu. Á grundvelli slíkrar úttektar skal gerð áætlun um úrbætur.
    Verk þetta skal unnið í samráði við ferðamálasamtök landshlutanna.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.