Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 20/108.

Þskj. 1079  —  167. mál.


Þingsályktun

um nýtingu jarðhita í heilsubótarskyni.


    Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta gera áætlun um það á hvern hátt jarðhiti og hveravatn verði best nýtt hér á landi í heilsubótarskyni. Jafnframt verði kannað á hvaða stöðum helst komi til greina að reisa heilsubótarstöðvar er byggi starfsemi sína á jarðhita og hver sé rekstrargrundvöllur slíkra stöðva.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.