Ferill 307. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 21/108.

Þskj. 1080  —  307. mál.


Þingsályktun

um gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hraða svo sem föng eru á könnun á gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin með hliðsjón af því hver yrði viðskiptalegur hagnaður af slíkum samningi fyrir íslenska atvinnuvegi og útflutningsstarfsemi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.