Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 22/108.

Þskj. 1085  —  22. mál.


Þingsályktun

um framlag ríkisins til listskreytingar Hallgrímskirkju í Reykjavík.


    Alþingi ályktar að skora á kirkjumálaráðherra að skipa nú þegar sjö manna nefnd til að skipuleggja og undirbúa skreytingu og frágang á anddyri, kór og kirkjuskipi Hallgrímskirkju í Reykjavík. Nefndin skal skipuð sem hér segir: Kirkjumálaráðherra skipi einn mann, og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar, menntamálaráðherra, biskup Íslands, húsameistari ríkisins, byggingarnefnd Hallgrímskirkju, Félag íslenskra myndlistarmanna og kirkjulistarnefnd tilnefni einn mann hver í nefndina.
    Verkefni nefndarinnar skal vera að gera verkáætlun og áætlun um þann tíma sem talið er að verkið taki, svo og kostnaðaráætlun. Jafnframt gerir nefndin tillögur um hvernig fjármögnun verksins verði best tryggð. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
    Niðurstöður nefndarinnar verði lagðar fyrir sameinað Alþingi fyrir árslok 1987.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.