Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 2/109.

Þskj. 473  —  178. mál.


Þingsályktun

um könnun á tannlæknaþjónustu.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að láta kanna notkun tannlæknaþjónustu hér á landi og kostnað neytenda af henni.
    Félagsvísindastofnun háskólans verði falið verkefnið en könnunin miðist við að leiða í ljós eftirfarandi atriði, skipt eftir kyni, aldri, búsetu og atvinnustétt:
     1.      áætluð árleg útgjöld fjölskyldna og einstaklinga vegna tannlækninga;
     2.      hversu oft einstakir aldurshópar notfæra sér tannlæknaþjónustu.
    Kostnaður við könnunina greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1986.