Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 7/109.

Þskj. 680  —  106. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um innflutning búfjár.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að láta endurskoða lög um innflutning búfjár, nr. 74/1962. Endurskoðun laganna taki mið af þeim breytingum sem orðið hafa á tækni við flutning erfðaefnis búfjár og athuguð verði sérstaklega sú grein laganna sem fjallar um þær tegundir nautgripa sem innflutningur er heimill á. Stefnt verði að því að leggja lagafrumvarp um mál þetta fyrir næsta þing.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1987.