Ferill 62. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 8/109.

Þskj. 762  —  62. mál.


Þingsályktun

um samfélagsþjónustu sem úrræði í viðurlagakerfinu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að kanna hvort endurgjaldslaus vinnuþjónusta í þágu samfélagsins geti við ákveðnar aðstæður komið í stað afplánunar dóma í fangelsi. Verði niðurstaða nefndarinnar jákvæð semji hún frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar sem lagt verði fyrir Alþingi.

Samþykkt á Alþingi 5. mars 1987.