Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 12/109.

Þskj. 846  —  225. mál.


Þingsályktun

um kennslu í ferðamálum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hraða undirbúningi að skipulegri kennslu í ferðamálum. Veitt verði menntun í þeim greinum sem tengjast alhliða ferðamannaþjónustu svo að ekki þurfi lengur að sækja grundvallarnám í þessari ört vaxandi atvinnugrein til annarra landa.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1987.