Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 13/109.

Þskj. 847  —  317. mál.


Þingsályktun

um framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að láta nú þegar hefja undirbúning og forvinnu vegna nýrrar flugbrautar á Egilsstaðaflugvelli. Skal við verk þetta farið eftir tillögum flugmálanefndar. Stefnt skal að því að framkvæmdir hefjist á árinu 1987.
    Ríkisstjórninni er heimilt í þessum tilgangi að taka lán allt að 60.000 þús. kr.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1987.