Ferill 93. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 10/109.

Þskj. 849  —  93. mál.


Þingsályktun

um könnun á hagkvæmni útboða og nánari reglur um framkvæmd þeirra.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta athuga þá reynslu sem fengist hefur undanfarin ár af hagkvæmni útboða á opinberum framkvæmdum. Jafnframt verði kannað hvort rétt sé að setja nánari og skýrari reglur um útboð á vegum hins opinbera og framkvæmd þeirra, m.a. um val á verktökum.

Samþykkt á Alþingis 11. mars 1987.