Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 26/109.

Þskj. 1068  —  425. mál.


Þingsályktun

um viðbótarsamninga við Mannréttindasáttmála Evrópu.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda eftirtalda viðbótarsamninga við sáttmálann frá 4. nóvember 1950, um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmála Evrópu):
     a.      Viðbótarsamning nr. 6 varðandi afnám dauðarefsingar sem gerður var í Strassborg 28. apríl 1983.
     b.      Viðbótarsamning nr. 7 sem gerður var í Strassborg 22. nóvember 1984.
     c.      Viðbótarsamning nr. 8 sem gerður var í Vínarborg 19. mars 1985.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1987.