Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 20/109.

Þskj. 1070  —  353. mál.


Þingsályktun

um þjóðarátak í umferðaröryggi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa sjö manna nefnd til að vinna að undirbúningi þjóðarátaks í umferðaröryggi. Nefndin skal skipuð fulltrúum þeirra stofnana og samtaka sem sérstaklega láta sig varða umferð og umferðaröryggi. Stefnt skal að því að átakið hefjist í byrjun árs 1988.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1987.