Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 17/109.

Þskj. 1073  —  236. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir til tryggingar loðdýrarækt gegn verðsveiflum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að kanna og gera tillögur um með hvaða hætti megi best tryggja hag loðdýrabænda gegn verðsveiflum á loðskinnamörkuðum.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1987.