Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 19/109.

Þskj. 1077  —  315. mál.


Þingsályktun

um varnir gegn mengun hafsins við Ísland.


    Alþingi ályktar að hvetja til þess að efnt verði til ráðstefnu hér á landi um varnir gegn mengun við Ísland og annars staðar í Norðaustur-Atlantshafi þar sem sérstaklega verði fjallað um þá hættu sem fiskistofnum og mannvist á þessu svæði er búin vegna mengunar frá geislavirkum efnum. Felur Alþingi ríkisstjórninni að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1987.