Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 28/109.

Þskj. 1096  —  160. mál.


Þingsályktun

um fræðslu meðal almennings um kynferðismál.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að efla verulega fræðslu um kynferðismál meðal almennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og hindra útbreiðslu sjúkdóma. Sérstök áhersla skal lögð á að upplýsa fólk á aldrinum 15 19 ára um kynlíf og getnaðarvarnir.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1987.