Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 1/110.

Þskj. 229  —  193. mál.


Þingsályktun

um leiðtogafund stórveldanna.


    Alþingi ályktar að senda Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov, aðalritara miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, heillaóskir í tilefni samnings um afvopnunarmál sem þeir hafa undirritað. Alþingi lætur í ljós þá von að áfanginn, sem náðist á fundi þeirra í Reykjavík, beri ríkulegan ávöxt í viðræðum þeim, sem nú eru að hefjast, og þær stuðli að varanlegum friði.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 1987.