Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 7/110.

Þskj. 665  —  7. mál.


Þingsályktun

um undirbúning notkunar á blýlausu bensíni hér á landi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er meti hvort taka eigi í notkun blýlaust bensín og hvaða aðgerða sé þörf til að svo geti orðið. Nefndin ljúki störfum eigi síðar en fyrir árslok 1988. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1988.