Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 17/110.

Þskj. 1162  —  117. mál.


Þingsályktun

um athugun á flugfargjöldum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á flugfargjöldum hjá íslenskum flugfélögum með sérstöku tilliti til hárra fargjalda í innanlandsflugi. Jafnframt verði gerður samanburður á fargjöldum á flugleiðum innan lands og til útlanda, svo og milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í Keflavík.
    Greinargerð um þetta efni verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en haustið 1988.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.