Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 18/110.

Þskj. 1163  —  384. mál.


Þingsályktun

um stefnu Íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu.


    Alþingi ályktar að kjósa hlutbundinni kosningu nefnd níu alþingismanna til þess að taka til sérstakrar athugunar þá þróun sem fyrir dyrum stendur í Evrópu, einkanlega með tilliti til ákvörðunar Evrópubandalagsins um sameiginlegan innri markað.
    Nefndin skal kanna áhrif þessara ákvarðana og líklegrar þróunar í Evrópu á íslenskt efnahagslíf og meta þær leiðir sem álitlegastar eru til þess að laga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að þeim breytingum sem fram undan eru. Í starfi sínu skal nefndin hafa samráð við samtök atvinnulífsins. Nefndin skili skýrslu um athuganir sínar og tillögur fyrir 1. apríl 1989.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.