Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 22/110.

Þskj. 1167  —  394. mál.


Þingsályktun

um ráðstafanir til að lækka raforkukostnað í gróðurhúsum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við stjórnir Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins að garðyrkjubændum verði gefinn kostur á hagkvæmari kaupum á raforku en nú er til lýsingar í gróðurhúsum í því skyni að styrkja samkeppnisaðstöðu innlendrar ylræktar gagnvart innflutningi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.