Ferill 147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 24/110.

Þskj. 1169  —  147. mál.


Þingsályktun

um setningu laga eða reglna um skoðanakannanir.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakannanir.
    Nefndin skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi sé að koma á fót samstarfi þeirra sem fást við gerð skoðanakannana og tryggja að þeir setji sér starfs- og siðareglur sem eftir verði farið án þess að lagasetning komi til.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.