Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 25/110.

Þskj. 1170  —  142. mál.


Þingsályktun

um könnun á launavinnu framhaldsskólanema.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að láta kanna í náinni samvinnu við framhaldsskólana hvernig háttað sé vinnu framhaldsskólanema með námi. Kannaður verði vinnutími, kjör og réttindi, ástæður þess að nemendur taka að sér launuð störf með námi og hugsanleg áhrif vinnu á ástundun og námsárangur.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.