Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 27/110.

Þskj. 1172  —  66. mál.


Þingsályktun

um dreifingu sjónvarps og útvarps.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um að útsendingar Ríkisútvarpsins, þ.e. hljóðvarps og sjónvarps, náist hvar sem er á landinu og á helstu fiskimiðum við landið.
    Áætlunin miðist við að hægt verði að framkvæma þetta verkefni fyrir árslok 1991.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.