Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 29/110.

Þskj. 1174  —  398. mál.


Þingsályktun

um akstur utan vega.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd fulltrúa þingflokkanna til að gera tillögur um æskilegar breytingar og samræmingu laga og reglna um akstur torfærutækja og annarra vélknúinna tækja utan vega og merktra slóða og leita úrræða um hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll af þeim sökum.
    Með nefndinni starfi fulltrúar dómsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis.
    Nefndin skili skýrslu og tillögum til næsta reglulegs Alþingis.
    Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.