Viðskilnaður ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar
Þriðjudaginn 18. október 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Eins og áður var tilkynnt hefur verið ákveðið að um þetta leyti gætu hafist umræður utan dagskrár og færu fram skv. 32. gr. þingskapa eins og óskað var eftir og samþykkt var. Slíkar umræður standa í hálfa klukkustund. Málshefjandi hefur þrjár mínútur til umráða en aðrir ræðumenn tvær mínútur og getur hver ræðumaður talað tvisvar. Efni umræðunnar er yfirlýsing fjármálaráðherra um viðskilnað ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og málshefjandi er hv. 1. þm. Suðurl. sem hefur óskað eftir þessari umræðu.