Lögverndun á starfsheiti fóstra
Þriðjudaginn 08. nóvember 1988

     Sólveig Pétursdóttir:
    Hæstv. forseti. Að gefnu tilefni langar mig til að koma hér með örstutta athugasemd vegna þess málflutnings sem fór fram hér áðan.
    Ég held að hv. þm. Finnur Ingólfsson hafi nokkuð misskilið hlutverk sitt hér á hinu háa Alþingi. Hann hefði greinilega átt að bjóða sig fram fyrir Framsfl. til borgarstjórnar í Reykjavík. Inngangur ræðu hans áðan sýnir það greinilega, sérstaklega þar sem hann ávítar borgarstjóra Reykjavíkur hér á mjög ósvífinn hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefði verið hans rétti starfsgrundvöllur og þar hefði hann fengið rétt svör.