Iðnráðgjafar
Fimmtudaginn 10. nóvember 1988

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Ég ætlaði aðeins að gera það skýrt að það sem ég varpaði hér fram áðan um að fá betra samstarf í héraði hjá þeim sem vinna að eflingu og nýsköpun atvinnulífs út um land, t.d. að tengja starf búnaðarráðunautanna við atvinnuþróunarstofur í landshlutum, er að sjálfsögðu ekki bein tillaga um breytingar á því fyrirkomulagi sem nú ríkir á þessu sviði heldur ábending um hvernig nýta mætti þessa starfskrafta betur en nú er gert. Ég er sannfærður um að það er hægt. Túlkun hv. 4. þm. Austurl. styðst ekki við neitt af því sem hér hefur verið sagt.