Olíubirgðatankur á Seyðisfirði
Fimmtudaginn 10. nóvember 1988

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að segja það, eins og kom reyndar fram í máli mínu áðan, að þegar álit Olíuverslunar Íslands hf. liggur fyrir þá verður lagt sjálfstætt mat á álit og mat allra olíudreifingaraðilanna þriggja á því hvort hagkvæmt sé að hafa svartolíubirgðastöð á Seyðisfirði. Það mat verður sjálfstætt á vegum stjórnar flutningsjöfnunarsjóðs og ég mun hlutast til um það að viðskrn. fylgist með því verki.