Orlofsdeild póstgíróstofunnar
Fimmtudaginn 10. nóvember 1988

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir):
    Virðulegi forseti. Hv. fyrirspyrjandi orðaði það svo að hann liti þá svo á að póstgíróstofan yrði lögð niður 30. apríl 1989. Því er til að svara að póstgíróstofan er hluti af Póst- og símamálastofnuninni og hluti af hennar verkefnum, sennilega um 10%, var að hafa með höndum áður en lögin breyttust vörslu og ávöxtun á orlofsfénu. Það er sú starfsemi sem fellur niður við þessa breytingu. ( Gr ipið fram í: Það er átt við hana?) Já.
    Að því er varðar það hvort póstgíróstofan hafi eftir 1. maí tekið við orlofi til ávöxtunar, þá er því að svara að svo hefur ekki verið. Þó hefur það verið þannig að að því er varðar hið opinbera eða ríkið hafa færslur farið fram í gegnum tölvuna hjá póstgíróstofunni en engin ávöxtun eða varsla á orlofsfé.