Eyjólfur Konráð Jónsson:
    Hæstv. forseti. Að gefnu tilefni leyfi ég mér að spyrja hæstv. forseta: Hvað heitir þetta umræðuefni sem hér hefur farið fram? ( Forseti: Umræðuefnið hér er afstaða utanrrh. á alþjóðavettvangi.) Og ekkert meira, ekkert annað má ræða? ( Forseti: Nei.) Hefur þá enginn annar þm. en þessi sem hér stendur rætt um eitthvað fleira? ( Forseti: Hv. þm. var farinn að víkja að öðrum málum sem var hvernig stofnað var til hv. utanrmn. Það mál er ekki á dagskrá hér.) Og nefndin kannski alls ekki þegar . . . ( Forseti: Forseti ætlar sér ekki að eiga orðastað við hv. þm. hér milli ræðustóla.)