Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Af því að við ræðum þingsköp vil ég að það sjónarmið mitt komi hér fram að ég tel að það sé ofur eðlilegt í umræðu sem þessari að vikið sé að málum sem nátengd eru stefnumörkun varðandi utanríkismál í þinginu, þar með talið kjör utanrmn. og það sem snýr að nefndinni þannig að ég get út af fyrir sig ekki tekið undir þann úrskurð forseta að hv. 8. þm. Reykv. hafi verið á hálum ís þegar hann vék að því máli og ég sakna þess að hann skyldi ekki spinna þann lopa áfram.