Nýtt álver við Straumsvík
Mánudaginn 21. nóvember 1988

     Kristín Einarsdóttir:
    Virðulegur forseti. Ég vildi vekja athygli á því að í byrjun þessa þings eða nánar tiltekið þann 12. okt. var útbýtt frá mér fsp. til iðnrh. um undirbúning að nýju álveri við Straumsvík og óskað eftir skriflegu svari. Ég hef ekki fengið neitt skriflegt svar við þeirri fsp. enn þá. Það stendur í 31. gr. þingskapa, með leyfi forseta: ,,Ef óskað er skriflegs svars sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en sex virkum dögum eftir að fsp. var leyfð.`` Ég hef einu sinni spurt ráðherra eftir því hvernig gengi með þetta svar. Fékk ég þau svör fyrir tveim eða þrem vikum að það hlyti að fara að koma. Ég vildi aðeins vekja athygli forseta á þessu og vil spyrja hvaða skýringar séu á þessum drætti.