Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Ég vil leggja ríka áherslu á að forseta Íslands var að sjálfsögðu kunnugt um að ríkisstjórnin hefur eins atkvæðis meiri hluta í Ed. en jöfn atkvæði í Nd. Það hefur aldrei farið leynt. Verði frumvarpinu breytt í Nd., sem ekki næst samkomulag um, vita menn að það fer aftur til Ed. og síðan fyrir Sþ. og verði það fellt er það að sjálfsögðu búið mál. Þetta hefur alltaf legið fyrir. (FrS: Málið fer ekki á milli deilda ef það fellur.) Nei, ég tók það fram. Ef það fellur fer það ekki á milli deilda. Þetta vita vitanlega allir þingmenn mjög vel.
    Ég tók aðeins fram út af orðaskiptum okkar hv. fyrirspyrjanda að óski einhverjir þingflokkar stjórnarandstöðunnar að fjalla um breytingar á frumvarpinu er ég fús til þess að ræða það.