Þingsályktunartillaga um bætta samkeppnisstöðu
Þriðjudaginn 06. desember 1988

     Kristín Halldórsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins svo að það sé ljóst láta í ljós ósk fyrir hönd þingflokks Kvennalistans um það að hæstv. forseti taki tillit til tilmæla okkar. Kvennalistinn tekur undir þær óskir sem hér hafa komið fram og það er ekki síst með tilliti til starfsfólks þingsins. Ég held að það sé óráð að taka upp næturfundi nú. Það er hætt við því að tilefni gefist til þess þegar dregur nær jólum, ekki síst ef það er einlægur ásetningur hæstv. forseta að ekki verði neitt þing á milli jóla og nýárs. Ég vildi aðeins að þetta kæmi fram og óska eindregið eftir því að umræðu verði frestað og fundi slitið.