Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 06. desember 1988

     Frsm. allshn. (Jón Helgason):
    Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Í meðferð nefndarinnar hefur verið bætt inn í 1. gr. frv. tíu nöfnum sem nefndin leggur til að veittur verði íslenskur ríkisborgararéttur til viðbótar þeim sem voru nefndir í 1. gr. frv. Þar er um að ræða aðila sem að öllu leyti uppfylla þær reglur sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við veitingu ríkisborgararéttar. En ýmsar umsóknir, sem einhver vafi var um, voru látnar bíða þar sem gert er ráð fyrir að síðar á þessum vetri verði flutt annað frv. og þá tekin afstaða til þeirra vafaatriða sem þar kunna að vera.
    Nefndin leggur einróma til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur í brtt. nefndarinnar á þskj. 175.