Veiting ríkisborgararéttar
Miðvikudaginn 07. desember 1988

     Frsm. allshn. (Jón Helgason):
    Hæstv. forseti. Eftir 2. umr. bárust allshn. tvær umsóknir um ríkisborgararétt sem virðast að öllu uppfylla þau skilyrði sem Alþingi hefur sett um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er um að ræða tvær systur eins þess sem er nú inni í frv. og varð allshn. sammála um að leggja til að þessum tveimur aðilum yrði bætt við inn í 1. gr. frv. Þess vegna leyfi ég mér að flytja hér skriflega brtt. frá allshn. við 1. gr. frv. á þá leið að við greinina bætist í stafrófsröð:
a. Gallagher, Elísabet, barn í Keflavík, f. 12. maí 1975 í Reykjavík.
b. Gallagher, Kristín Valgerður, barn í Keflavík, f. 12. september 1978 í Reykjavík.