Afgreiðsla þingmála
Mánudaginn 12. desember 1988

     Forseti (Jón Helgason):
    Vegna orða hv. 2. þm. Norðurl. e. um tafir á bráðabirgðalögum vil ég geta þess að á fundi með formönnum þingflokka á föstudaginn var, minnir mig, óskaði ég eftir því að hægt yrði að halda deildafundi á eftir fundi í Sþ. í dag af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi til að halda áfram umræðu um bráðabirgðalögin og í öðru lagi að koma til nefnda frv. sem þurfa nauðsynlega að fá afgreiðslu fyrir áramót. Ástæðan fyrir því að ég tók hér fyrir 5. dagskrármálið er að það er eitt slíkt sem ég vænti að mundi komast umræðulítið til nefndar.