Aðgerðir í efnahagsmálum
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Skúli Alexandersson:
    Herra forseti. Ég óska eftir því, herra forseti, að hæstv. sjútvrh. verði hér í deildinni á meðan ég flyt ræðu mína. ( Gripið fram í: Það er umræða um lögreglumál í Nd.) Ja, hér er sjávarútvegsmál og gæti kannski snert aðeins lögreglumálin líka, hv. þm. ( Gripið fram í: Ég er bara að upplýsa þetta.) Ég óska eindregið eftir því ef þess er nokkur leið að hæstv. sjútvrh. verði hér. (Gripið fram í.) Ja, hann mælti fyrir þessu máli hér í deildinni og hve mikið sem hann er bundinn . . . Ég mun ekki fjalla mikið um efnisatriði þessa máls hér í ræðu minni, aðeins spjalla svolítið um þær ákveðnu fyrirspurnir sem hingað var beint til mín af hv. þm., sérstaklega af hv. þm. Júlíusi Sólnes og hv. þm. Halldóri Blöndal, um beina afstöðu mína, persónulega afstöðu til þessa máls og afstöðu til ríkisstjórnarinnar því vitaskuld tel ég það sjálfsagt og rétt að hv. þm. fái að vita hver afstaða mín er í þessu máli og svo í sambandi við afstöðuna til ríkisstjórnarinnar, ef þeir eru í einhverjum vafa um það. ( KP: Það er enginn vafi á því.) Nei, ég veit það að hv. þm. Karvel Pálmason er þar ekki í neinum vafa. En eins og hefur komið fram hér í umræðu, þá eru einhverjir þm. enn í vafa um hver afstaða mín er til ríkisstjórnarinnar og til bráðabirgðalaganna. ( Forseti: Hæstv. sjútvrh. er í umræðu í Nd. eins og er þannig að ræðumaður þyrfti þá að fresta ræðu sinni ef hann óskar eindregið eftir nærveru ráðherra.) Það er sjálfsagt að gera það, hleypa bara næsta manni að.