Efnahagsaðgerðir
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Karl Steinar Guðnason:
    Hæstv. forseti. Hér hafa menn talað út og suður þannig að kannski er álitamál hvort um þingsköp er að ræða. En hv. síðasti ræðumaður gerði það að tillögu sinni að þeir þættir frv. sem fjölluðu um kjaramál að öðru leyti yrðu felldir niður. Það mundi þýða launalækkun fyrir fólk og ég lýsi mig algerlega andvígan þeirri tillögu.