Efnahagsaðgerðir
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Herra forseti. Við kvennalistakonur höfum frá upphafi lagt á það megináherslu að þetta mál verði afgreitt hér svo hratt sem verða má. Eins og fram kom í máli hv. 3. þm. Vesturl. er hér um flókið mál að ræða. Ég sé þó ekki að við þyrftum endilega að fresta umræðu en ég mundi taka undir þá ósk að við fengjum örstutt á fundi fjh.- og viðskn. að ræða við fulltrúa frá vinnumarkaðnum varðandi þá yfirlýsingu sem forsrh. gaf hér fyrr í kvöld. Þessi breyting er reyndar ein af mörgum brtt. sem ég geri á þskj. 201 ásamt hv. þingkonu Guðrúnu Agnarsdóttur. Það er alveg nauðsynlegt að fá örstutta stund á nefndarfundi án þess þó að umræðu sé endilega frestað hér í kvöld. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að umræðan gæti haldið áfram. Það hefur reyndar margoft komið fram í máli hv. formanns fjh.- og viðskn. að hann hafi verið mjög lipur við það að boða gesti til fundar við fjh.- og viðskn. Þess vegna mælist ég til þess að gefinn verði örstuttur tími til þess á næsta fundi nefndarinnar.