Efnahagsaðgerðir
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Ég tel ekki nægjanlegt að fella út aðeins 2. mgr. 4. gr. umrædds frv. Það hljóta að vera mörg fleiri atriði sem verkalýðshreyfingin vill fá út úr frv. Ég tel þess vegna eðlilegt að umrætt hlé, umræddur frestur verði gefinn þannig að stjórnarandstöðunni gefist svigrúm til þess að ræða við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar um þau önnur atriði sem hún hlýtur að vilja fá út úr frv.