Almannatryggingar
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Albert Guðmundsson:
    Virðulegur forseti. Auðvitað vekur það athygli að frv. sem hér er flutt skuli ekki vera stjórnarfrv. og ég tek undir það með síðasta ræðumanni að það bendir til þess að stjórnarliðið sé ekki sammála um málið. Í öllum aðalatriðum tek ég hins vegar undir það sem hv. 16. þm. Reykv. sagði og er að sjálfsögðu mjög í takt við það sem borgaraflokksþingmenn hugsa í málinu.
    Ég vildi gjarnan leggja eina spurningu, með leyfi forseta, fyrir flm. Hefur þetta frv. verið kynnt í Tryggingastofnuninni? Hefur þetta frv. verið kynnt tryggingalækni? Hver voru viðbrögð stofnunarinnar og tryggingalæknis? Það kom ekki fram í frumflutningi hv. flm. þannig að ég vil gjarnan fá, af því að ég er ekki í trygginganefnd þingsins, að heyra viðbrögð stofnunarinnar og tryggingalæknis. Það hljóta að vera einhver rök úr þeirri átt ekki síður en öðrum áttum. Það vil ég hins vegar segja að réttara hefði verið að mínu mati, svo háttsettur embættismðaur sem flm. er í stjórnarliðinu, að þetta frv. hefði verið flutt sem stjórnarfrv.