Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Eins og kom fram hjá mér í gær er þess að vænta að hér geti orðið nokkuð ströng fundahöld í dag. Þannig er fyrirhugaður fundur milli kl. 6 og 7 og aftur í kvöld kl. 8.30, enda hafi ekki allt það verið tæmt fyrir þann tíma sem fyrirhugað er að hafa hér til umfjöllunar í dag.
    Í annan stað vil ég taka það fram að ég hef í hyggju og hef áhuga á því, svo framarlega sem til þess gefst færi, að setja annan fund þegar dagskrá þessa fundar hefur verið tæmd til þess að taka til umfjöllunar skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og ráðstafanir í ríkisfjármálum til 2. umr. Þetta er fundahaldið eins og það er fyrirhugað og auðvitað þá með tilliti til þess að færi gefist til að haga því með þessum hætti. --- [Fundarhlé.]