Söluskattur af námsbókum
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Samkvæmt lauslegu mati Þjóðhagsstofnunar má reikna með að tekjur ríkissjóðs á árinu 1987 í formi söluskatts af námsbókum hafi verið á bilinu 45--55 millj. kr. og á þessu ári má á sama hátt reikna með að þessar tekjur verði á bilinu 60--70 millj. kr.